Smátímasögur - Fyrir þig

94 „Getur þetta verið ...? Áttu við ... geimverur?“ spurði ég. „Æ, ég veit það svo sem ekki. Ég er bara að hugsa upphátt. En hann Halldór ætlar að hringja í þau í Síle og biðja þau að kíkja á þetta þegar þau komast í færi. Við fáum að vita meira á morgun. En hvað sem þetta er þá hefur þú ritað nafn þitt í sögubækurnar, Þeba mín.“ Það var ekki séns að ég gæti sofnað. Ég lá undir sæng og starði upp í loftið. Ég sá fjólubláu stjörnuna fyrir mér. Ég lok- aði augunum. Ég sá fjölubláu stjörnuna enn fyrir mér. Gæti þetta í alvörunni verið geimskip? Það hlaut að vera stórt fyrst það sást alla leið héðan frá jörðinni. Alveg hrikalega stórt. Stærra en ég gat ímyndað mér. Miklu stærra en jörðin sjálf. Kannski var þetta bara sprengistjarna, eins og mamma hélt. Kannski var þetta bara blossinn frá henni að falla saman fyrir milljónum ára. Eða gat þetta verið önnur pláneta? Hvernig gæti hún skyndilega verið komin hingað í sólkerfið okkar?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=