Smátímasögur - Fyrir þig

91 Það fór fiðringur um allan líkamann. Ég yrði að segja mömmu frá þessu strax. Ég stóð upp frá sjónaukanum og hljóp fram. Mamma sat inni í stofu og var að lesa bók. Pabbi sat við eldhúsborðið og hnýtti flugur. „Mamma!“ sagði ég og heyrði að röddin titraði. Þau litu bæði á mig, hissa á svipinn. „Er ekki allt í lagi?“ spurði mamma áhyggjufull. „Nei. Eða jú. Komdu, mamma, þú verður að sjá.“ Mamma lagði frá sér bókina og stóð á fætur. „Má ég koma líka?“ spurði pabbi. „Já, auðvitað,“ sagði ég, þótt pabbi vissi ekkert um stjörnur. Þau eltu mig eftir ganginum og inn í herbergið mitt. „Sjáðu, þarna,“ sagði ég og benti mömmu á stjörnukíkinn. Hún horfði á mig andartak og beygði sig svo niður að kík- inum. „Hvað á ég eiginlega að ...“ Mamma þagnaði. Maginn á mér fór í kollhnís. Hún hafði séð hana líka! Ég hafði ekki verið að ímynda mér nýju stjörnuna! „Og mamma, hún sést líka með berum augum.“ Mamma leit upp frá kíkinum og rýndi upp í himininn. „Já, það er satt,“ sagði hún. „Ég sé hana!“ Mamma hljóp fram að ná í símann sinn. Á meðan gáði pabbi í kíkinn. Hann hafði ekki hugmynd um að hverju hann átti að leita, eða hvað væri óvenjulegt, svo ég þurfti að benda honum á

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=