Smátímasögur - Fyrir þig

90 satt. Ég hafði líka farið mjög seint að sofa kvöldið áður, ég hafði laumast til þess að kveikja aftur á lampanum eftir að mamma og pabbi buðu mér góða nótt og svo hafði ég lesið Lifandi vísindi þangað til klukkan var orðin allt of margt. Þannig að kannski sá ég bara ofsjónir af þreytu. Eða kannski hafði ég lesið yfir mig. Í gamla daga vildu sumir meina að það skemmdi augun að vera sífellt að lesa. Ef það er satt þá er ég í frekar vondum málum. Svo ég lokaði augunum í smástund og nuddaði augnlokin vel og vandlega. Svo opnaði ég augun aftur. Og þarna var hún enn. Hún blasti við í kíkinum sem mamma og pabbi gáfu mér í afmælisgjöf í fyrra og stóð í gluggakistunni á myrkvuðu herberginu mínu. Nýja stjarnan var stór og skær.Hún var næstum því fjólublá á litinn. Kannski heitir þessi litur hvítfjólublár, eða kannski heitir hann ekki neitt ennþá, því kannski var hann að sjást í fyrsta skipti í okkar heimi akkúrat þarna. Kannski fengi ég að nefna litinn líka! Nei, nú var ég mögulega komin aðeins fram úr mér. Stjarnan var allavega einhvern veginn fjólublá og hún skein skært og mér fannst eins og hún púlsaði. Ljósið frá henni styrktist og dvínaði til skiptis. Hún hafði alveg örugg- lega ekki verið þarna kvöldið áður, eða nokkurt kvöld síðan fólk fór í árdaga mannkyns að horfa upp í næturhimininn og kortleggja stjörnurnar. Og þegar ég leit upp frá kíkinum komst ég að því að hún sást með berum augum líka. Hún var meira að segja miklu skærari en stjörnurnar í kring.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=