Smátímasögur - Fyrir þig

89 STJARNAN Í ÓRÍON Hildur Knútsdóttir Það besta við að uppgötva nýja stjörnu er að þá fær maður að nefna hana. Eða það hélt ég allavega alltaf. Ég meina, pælið í því, að fá að skíra heila stjörnu! Maður hlýtur að þurfa að vanda valið og hugsa sig um mjög lengi áður en maður ákveð- ur sig. Nefnir maður hana eftir mömmu sinni? Gæludýrinu sínu? Eða sjálfum sér? Eða nefnir maður hana bara eitthvað út í bláinn? Ef maður uppgötvar nýja stjörnu gæti maður til dæmis nefnt hana Prump ef maður vildi. Stjarnan Prump, hversu fyndið væri það! En kannski er þetta ekki það besta við að uppgötva nýja stjörnu. Kannski er bara best að hafa uppgötvað nýja stjörnu. Þær eru auðvitað óteljandi í alheiminum, en samt er þetta stórmál. Sérstaklega ef stjarnan birtist skyndilega þar sem hún á alls ekki að vera; mitt í Óríon-stjörnumerkinu, beint fyrir ofan fjósakonurnar þrjár í belti Óríons: Alnitak, Alnilam og Mintaka. Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég sá hana var að nú þyrfti ég að finna nafn. Það næsta sem mér datt í hug var að ég væri einfaldlega að sjá ofsjónir, þetta gæti bara ekki verið

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=