Smátímasögur - Fyrir þig

7 í bekknum. Já, talandi um strákana í bekknum. Þeir voru allir ágætir en bara svolítið barnalegir. Allir nema Stebbi. Hann var náttúrlega bara of skemmtilegur. Við stelpurnar höfðum oft talað um það hvort við værum skotnar í Stebba en ég er það ekki. Hann var með svo miklar kanínutennur, dreng- urinn. Ása og Tara, bestu vinkonur mínar, voru alveg sam- mála mér. Við fundum líka strák í áttunda bekk til að vera skotnar í. Strákarnir í áttunda bekk voru ekki eins barnalegir og strákarnir í okkar bekk og aðalgaurinn var Baldur. Við ákváðum að vera skotnar í honum. Hann hafði bara aldrei tekið eftir okkur í skólanum svo þetta var bara svona ást í bænum. Okkar allra. Ég hringdi bæði í Ásu og Töru en þær áttu engin föt til að lána mér. Þetta var agalegt. Ég ákvað að fá mér aðeins meiri lakkrís og hugsa málið. Þegar ég var búin með hann fékk ég frábæra hugmynd. Ég ákvað að kíkja inn í þvottahús til að gá hvort þar leyndust einhver hrein föt sem ég mundi ekki eftir. Og viti menn. Þarna lá tandurhreinn kjóll sem ég hafði hatað í haust en fannst núna ógissla flottur. Hann var tvískiptur með svörtum toppi með semalíusteinaskrauti og mynstruðu pilsi; hvítu, brúnu og svörtu. Ég skellti mér í hann og fór

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=