Smátímasögur - Fyrir þig

87 verkefni SÖGURÝNI 1. Hvert er sögusvið Pissupásu og hvað gerist hún á löngum tíma? 2. Hvaða atvik verður til þess að atburðarásin fer af stað? 3. Í sögunni er fjallað um fordóma. Hvernig birtast þeir? 4. Gamalt máltæki segir: Ekki dæma bók af kápunni einni saman. Hvað merkir það og er hægt að tengja það efni sögunnar? 5. Hver er boðskapur sögunnar? Hvaða lærdóm er hægt að draga af því hvernig Snúllu-Dúlla bregst við komu Snata í hverfið? Hefði hún getað brugðist öðruvísi við? 6. Ímyndið ykkur að sagan gerist meðal mannfólks. Gæti slíkt átt sér stað? Finnið dæmi. VANGAVELTUR Takið afstöðu og færið rök fyrir skoðun ykkar. 7. Er Snúllu-Dúlla illur köttur? 8. Eru kettir heppileg gæludýr? ÁSKORUN Veldu þér verkefni. • Æviágrip: Hinn aldni Kapteinn Ofurþófi hefur greinilega lifað ævintýralegu lífi. Hver er þessi merkilegi högni? Hvað hefur drifið á daga hans? • Nýtt sjónarhorn: Mannfólkið hans Snata heyrir læti úti í garði. Þau kíkja út um gluggann. Hvað blasir við þeim? Settu þig í þeirra spor og lýstu atburðum kvöldsins út frá þeirra sjónarhorni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=