Smátímasögur - Fyrir þig
86 „Frábært,“ sagði hann sáttur. „Gaman að þið skylduð koma, gott að kynnast ykkur og ég ætla ekki að vera dónalegur en nú verðið þið að fara því ég er búinn að halda í mér alveg síðan þið mættuð á svæðið og ef ég pissa ekki bráðum þá spring ég!“ Kettirnir létu sig hverfa einn af öðrum. Að lokum var bara Frú Snúllu-Dúlla eftir. Snati brosti. „Við ... sjáumst þá bara?“ spurði hann. Frú Snúllu-Dúlla dró djúpt að sér andann og starði í augun á honum. „Þú afsakar ... ónæðið,“ sagði hún titrandi röddu. „Það var ekki illa meint. Ég hélt bara að allir hundar ... Ég bara ...“ Snati sá að þessi köttur var greinilega hrikalega lélegur að biðjast afsökunar. Hann kinkaði kolli. „Ekkert mál,“ sagði hann. „Gaman að kynnast þér.“ Og áður en hann gat sagt meira stökk Frú Snúllu-Dúlla af stað, yfir grindverkið og í hvarf. „Kettir,“ tautaði Snati og hló með sjálfum sér um leið og hann gekk um garðinn í leit að fullkomnum stað fyrir lang- þráða pissupásuna. „Þeir eru kannski ekkert svo slæmir.“ Það var komin nótt. Gatan var auð. Bílar stóðu enn í stæðum, úlpur héngu enn á snögum og nú voru allir sofnaðir; börn, foreldrar, hundar ... og kettir.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=