Smátímasögur - Fyrir þig
85 „Mmm ... já,“ mjálmaði kettlingurinn. Snati leyfði honum að klifra upp á bakið á sér og svo bakkaði hundurinn var- lega að grindverkinu. Hægt en örugglega náði litla krílið að klöngrast aftur upp. Frú Snúllu-Dúlla starði á aðfarirnar og átti ekki til orð. Þessu hafði hún ekki átt von á. Þetta virtist vera dropinn sem fyllti mælinn. Brandur leit á Kaptein Ofurþófa sem sat skammt frá honum og sá að þeir voru báðir að hugsa það sama. Sá eldri ræskti sig og allir þögnuðu. Hann leit á Snata blíður á svip. „Velkominn í hverfið,“ tilkynnti hann hátíðlega. „Það er fengur í þér, það er alveg á hreinu. Þú afsakar ónæðið.“ Hann leit ákveðinn á svip á Frú Snúllu-Dúllu. „Þú hugsar þig kannski tvisvar um næst, kæra vina, áður en þú æsir alla upp í svona vitleysu.“ Hún svaraði engu. Kapteinn Ofurþófi leit aftur á Snata. „Og nú verðurðu að afsaka mig, ég er svo gamall og búinn að sitja hérna svo lengi að ég er kominn með nála- dofa í rassgatið.“ Svo lét hann sig falla aftur á bak og niður af grindverkinu. „Er í lagi með hann?“ spurði Snati forviða. „Hann lendir alltaf á fótunum,“ sagði Brandur og kímdi. „Sama hversu gamall hann verður. Velkominn í hverfið.“ „Velkominn í hverfið,“ tístu kettlingarnir. „Velkominn í hverfið,“ mjálmaði grár angóruköttur. „Gott að fá þig,“ sagði snögghærð læða. „Þú heyrir bara í okkur ef þig vantar eitthvað,“ bætti svartur högni við. Snati brosti og leit yfir hópinn.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=