Smátímasögur - Fyrir þig
83 Snúllu-Dúlla opnaði kjaftinn til að segja eitthvað en var kaf- færði í mjálmkór af orðinu: „Mér!“ Snati hló spenntur. „Mér líka!“ Hann varð allt í einu grafalvarlegur á svip. „Og hverjum finnst óþægilegt að verða kalt?“ „Mér!“ sögðu allir kettirnir nema Frú Snúllu-Dúlla í kór. Meira að segja Brandur. Hann réð ekki við sig. Honum fannst hrikalega óþægilegt að verða kalt. Hann hafði aldrei gert sér grein fyrir að hundum gæti líka orðið kalt. Kannski hafði Frú Snúllu-Dúlla ekki alltaf rétt fyrir sér. Snati span- gólaði af spenningi. „Sko! Við verðum æðislegir vinir! Við eigum svo margt sameiginlegt! En við getum líka nýtt okkur það sem er ólíkt með okkur. Af því að þið eruð kettir, þá getið þið hjálpað mér við alls konar eins og til dæmis að segja mér hvað er eiginlega að gerast hinum megin við girðinguna því þið getið stokkið yfir hana og svona og af því að ég er hundur þá get ég hjálpað ykkur við alls konar eins og til dæmis að naga hluti sem þarf að naga.“ Frú Snúllu-Dúlla ranghvolfdi í sér augunum. „Ég hef aldrei heyrt aðra eins vitleysu ...“ byrjaði hún en komst ekki lengra. „Uss,“ missti Brandur út úr sér. „Snati er að tala.“ Frú Snúllu-Dúlla átti ekki til orð. Og Brandur eiginlega ekki heldur. Hann brosti með sjálfum sér en passaði sig að fela það vel. Hundurinn hljóp nú hring eftir hring í garðinum og reyndi að sannfæra kettina. „Þið megið ekki reka mig í burtu, ég elska að vera hérna.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=