Smátímasögur - Fyrir þig
82 Og það er kannski það sem hefði gerst – ef annar skíthræddu kettlinganna hefði ekki allt í einu byrjað að tala. Það er nefni- lega þannig með þessa kettlinga; þeir segja alltaf það sem þeir eru að hugsa. „Méfinnsosagolika,“ muldraði hann. Frú Snúllu-Dúlla leit svo leiftursnöggt í áttina að honum að hún fauk næstum niður af grindverkinu. Hún opnaði munninn til að þagga niður í litla gerpinu en var of sein. „Hvað sagðirðu?“ spurði Snati spenntur. Kettlingurinn ræskti sig. „Mér finnst sósa góð líka,“ sagði hann örlítið hærra og sleikti ósjálfrátt út um.„Mér líka,“ sagði hinn kettlingurinn. Dauðaþögn var nú í garðinum. „Það er ekkert verra að hafa sósu,“ tautaði Brandur skyndi- lega. Honum dauðbrá. Hann hélt að hann hefði bara hugsað þetta, það var aldrei ætlunin að segja þetta upphátt. Frú Snúllu-Dúlla leit á hann með augnaráði sem hefði getað brætt snjóskafl. Brandur brosti afsakandi út í annað. „Þessi gula þarna úr smjörinu er ægilega góð,“ bætti hann lágt við. Snati kinkaði kolli. „Einmitt! Þið getið ekki skipað mér að fara, við erum bara rétt að kynnast og gætum orðið fínustu vinir! Við gætum rætt sósur fram á rauða nótt!“ Frú Snúllu-Dúlla hristi hausinn. „Nei, það ætlum við svo sannarlega ekki að gera. Þú ert stórhættulegt ...“ Snati stoppaði hana. „Ein spurning,“ gelti hann hátt og snjallt og var núna orðinn spenntur. „Hverjum finnst gott að láta klóra sér?“ Frú
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=