Smátímasögur - Fyrir þig

81 „Hundur, einmitt,“ greip Frú Snúllu-Dúlla fram í. „Hund- ur er andstæðan við kött, alveg eins og klór er andstæðan við kúr. Þú ert illa lyktandi hundur, hundur með beittar tennur, hættulegur hundur, við höfum öll heyrt sögurnar af ykkur hundunum.“ Hún skimaði yfir hópinn. „Hvað var það aftur? Hundur sem át heilt barn, ekki satt?“ „Það var fugl,“ tísti annar kettlinganna. „Ég held samt að það hafi verið svona eldaður kjúklingur með frönskum, sko. Og kannski ekki heill, meira svona afgangur.“ Frú Snúllu- Dúlla lét eins og hún heyrði ekki í honum. Hún setti upp hneykslunarsvip. „Hvers konar skrímsli étur börn?“ emjaði hún. Snati vissi ekki hvert hann ætlaði.„Ég hef aldrei étið börn!“ gelti hann, svo hátt að undir venjulegum kringumstæðum hefðu kettirnir flúið. „Ég elska börn!“ „Með sósu!“ veinaði Frú Snúllu-Dúlla og kattahópurinn tók andköf af hryllingi. „Nei!“ vældi Snati. „Sósa er góð, ég skal viðurkenna það, en ég borða ekki börn. Ég borða hundamat og stundum borða ég afganga og jú, bestu afgangarnir eru þeir sem eru með sósu á en það eru aldrei börn!“ Frú Snúllu-Dúlla brosti. Þetta gekk vel. Hún vissi að það var ekki langt þangað til hún myndi gera hundkvikindið alveg brjálað og þá yrði ekki aftur snúið. Eigandinn myndi heyra lætin, ákveða að þetta hverfi passaði nú ekki fyrir aumingja litla krúttið þeirra og senda hann burt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=