Smátímasögur - Fyrir þig
80 spyrja?“ Snati hugsaði sig um. Það var langt síðan hann hafði séð mömmu sína, örugglega mörg ár. Eða dagar. Hann var alveg hrikalega lélegur þegar kom að tíma. „Úti í sveit,“ sagði hann loks. Frú Snúllu-Dúlla brosti. „Glæsilegt!“ Svo leit hún á Brand sem sat skammt frá. „Þá er það ákveðið.“ Hún leit aftur á Snata. „Þú ferð þangað strax í fyrramálið. Hún verður sjálfsagt himinlifandi að sjá þig aftur, hún móðir þín. Góðar stundir.“ Frú Snúllu-Dúlla bjó sig undir að stökkva niður af grindverkinu en Snati stoppaði hana. „Aftur upp í sveit?“ gelti hann hissa. „Ég er ekkert að fara þangað aftur, ég á ekki heima þar lengur.“ Hann benti með höfðinu í áttina að útidyrahurðinni. „Ég á heima hér.“ Hann brosti. „Mér finnst það fínt.Mér líður vel hérna.“ Frú Snúllu- Dúllu var ekki skemmt. Eyrun, sem höfðu staðið beint upp í loftið, lögðust hægt aftur þar til þau sáust varla lengur. Brandur vissi að þá var von á vondu. „Þú ferð,“ hvæsti hún á hundinn. „Þú ferð, því það vill eng- inn hafa þig hérna.“ Snati starði á læðuna og skildi ekki baun í bala. „En ég ...“ „Ég er ekki búin!“ vældi Frú Snúllu-Dúlla og kjafturinn á Snata lokaðist með skelli. „Þetta hverfi hér er kattahverfi. Hér búa kettir. Góðir, stilltir, kurteisir kettir sem elta engan upp í gluggatjöld. Ert þú köttur? Hm?“ Snati leit á kettina sem umkringdu hann og svo aftur á Frú Snúllu-Dúllu. „Nei,“ byrjaði hann lágum rómi, „ég er ...“
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=