Smátímasögur - Fyrir þig
79 Kettirnir höfðu ekki augun af honum. Brandur starði á hundinn. Hann vissi vel að Frú Snúllu-Dúlla hafði rétt fyrir sér, að hans líkar væru allir stórhættulegir, en komst ekki hjá því að hugsa að þessi liti nú ekki út fyrir að vera það grimmur. Greyið var ekki einu sinni orðinn fullorðinn. Satt best að segja leit hann út eins og dálítill kjáni. „Við erum svo sannarlega mörg,“ hélt Frú Snúllu-Dúlla áfram. „Það er styrkur fólginn í fjöldanum, sjáðu til.“ Snati starði á hana. „Ég skil ekkert hvað þú ert að segja,“ hló hann og leit á tvo kettlinga sem sátu hægra megin við hana og skulfu af hræðslu. „Skilduð þið hvað hún var að ...“ Hann hætti í miðri setningu. „Vá, er ykkur svona kalt? Hvað eruð þið að gera úti svona seint? Hvar eru foreldrar ykkar? Þið ættuð að vera löngu sofnuð. Alltaf þegar ég var hvolpur sagði mamma: „Snati, nú ferð þú að sofa!“ og ég var bara: „Mamma! Ég er ekkert þreyttur!“ og þá var hún bara: „Nei, nú ferð þú að sofa!“ og ég var bara ...“ Frú Snúllu-Dúlla stoppaði hann. „Takk fyrir þessa heillandi sögu. Hún var svo sannarlega stórkostleg. Eitt fannst mér þó sérstaklega fallegt við hana og það var að þú nefndir móður þína. Hvar býr hún ef ég mætti
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=