Smátímasögur - Fyrir þig
78 væri nokkur að horfa á hann og viti menn, allavega 30 augu störðu á hann! Snati fraus. „Halló,“ gelti hann lágt. Enginn svaraði. „Halló,“ gelti hann örlítið hærra. Enginn svaraði því heldur. Í eitt augnablik hélt Snati kannski að hann væri að sjá ofsjónir og að þessi augu sem gláptu á hann í myrkrinu væru stjörnur – en svo heyrði hann malið. Það byrjaði lágt og svo fór það síhækkandi. Eins og flugvél í fjarska sem nálgaðist hratt. Og Snati vissi um leið hvaða hljóð þetta var. „Kisur!“ hrópaði hann spenntur og hljóp af stað. Malið hætti um leið og breyttist í hvæs. Hvæs sem virtist umkringja hann. Eins og stórhættuleg rigning úr öllum áttum. Snati snarstoppaði. „Fyrirgefið þið,“ hvíslaði hann. „Ég var bara spenntur, ég þekki engan hérna í hverfinu og ég ...“ „Uss ...“ heyrðist innan úr myrkrinu. „Hættu að tala, það skiptir engu máli hvað þú segir. Við vitum hver þú ert í raun og veru.“ Snati skildi ekkert. Í raun var það eina sem hann skildi að hann þurfti virkilega mikið að pissa en á meðan ein- hver var að glápa á hann var það sko ekki í boði. „Hver ég er í raun og veru?“ spurði hann forviða. Skyndi- lega, eins og hljóðlaust merki hefði verið gefið, hölluðu allir kettirnir sér fram úr myrkrinu og inn í geislann frá ljósa- staurnum. Grindverkið var stútfullt af þeim. „Kvöldið,“ malaði Frú Snúllu-Dúlla. „Vá,“ sagði Snati fullur aðdáunar og þurfti að hafa sig allan við að hlaupa ekki aftur af stað, „þið eruð svo mörg!“
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=