Smátímasögur - Fyrir þig
6 af lakkrísnum. Hann hefur sem betur fer ekki komist að því að það er ég sem er sökudólgurinn. Skólinn var kominn í jólagírinn og fram undan var hin ár- lega jólaskemmtun þar sem 8. bekkur skemmti miðdeildinni með því að gera grín að kennurunum eða með öðrum frum- sömdum atriðum. Eftir skóla þann 17. desember fór ég beint heim og laumaðist í sokkaskúffuna. Þarna var hann. Lakkrísinn hans pabba. Ég fyllti lúkuna og þótt enginn væri heima læddist ég með ránsfenginn inn í herbergið mitt. Á meðan ég valdi föt til að fara í á jólaskemmtunina gæddi ég mér á lakkrísnum. Ég naut hvers einasta mola. Ég beit marsípanið frá og reyndi að bræða það í munninum áður en ég tuggði lakkrísinn. Þetta var svo gott!! Mér gekk hins vegar ekki nógu vel að velja mér föt. Mér fannst allt sem ég átti bæði gamalt og ljótt. Ég prófaði bleikan kjól og vínrauða peysu sem var með smá glimmeri í utan yfir en það var alltof smábarnalegt. Ég meina, ég var komin í sjöunda bekk! Af hverju var mamma ekki búin að kaupa jóla- fötin mín!? Oh. Ég læddist inn í hjónaherbergi og náði mér í aðeins meiri lakkrís. Hann hjálpaði mér að hugsa skýrar. Ég dró fram uppáhalds-sumarkjólinn minn. Allir sögðu að ég væri ógeðslega sæt í honum. Ég tróð mér í hann og speglaði mig. What?? Hafði hann minnkað? Nei, auðvitað, ég hafði bara stækkað. Oh, ég var alltof stór. Ég var stærri en allir strákarnir
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=