Smátímasögur - Fyrir þig
77 saman fór ein hugsun að taka meira pláss en allar hinar til samans: Snati var í spreng. Hann þurfti að pissa. Ekki seinna en strax! Hann spratt á fætur, hljóp að öðrum eiganda sínum og lét vita með því að ýlfra lágt og anda hátt með opinn munninn að nú þyrfti að hlusta á hann – því annars væri voðinn vís. Eigandinn leit á hann og Snati sá um leið að hann var ekki alveg að skilja. Snati hljóp þess vegna að útidyrahurðinni og byrjaði að klóra. Það virkaði um leið. Snati vissi vel að eigand- inn vildi ekki að hann krafsaði í dyrnar og að hann yrði að vera snöggur að hleypa honum út svo hann myndi hætta. „Vesen alltaf á þér,“ tautaði eigandinn um leið og hann brölti upp úr sófanum. Hann gekk að útidyrunum, opnaði þær örlítið og Snati skaust út. Eigandinn lokaði strax á eftir honum. Fyrir framan húsið þeirra var fínasti garður. Í gamla daga höfðu þau búið í blokk. Það var ekki gaman. Núna höfðu þau garð með girðingu og ljósastaur sem lýsti Snata upp og þess vegna var hægt að hleypa honum út hvenær sem var og hann þurfti ekki alltaf að vera í þessari ógeðslegu ól sem honum fannst alveg óþolandi og hvað ætlaði hann aftur að gera hérna úti, jú alveg rétt, pissi piss og ekkert rugl og rétt áður en hann byrjaði leit hann í kringum sig bara til að athuga hvort að það
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=