Smátímasögur - Fyrir þig

76 „Ég hef heyrt að þeir séu ekki eins heimskir og þeir þykjast vera!“ kallaði einhver. „Ég hef heyrt að þeir eigi í leynilegu vinasambandi við mannfólkið!“ gargaði annar. „Sem er í raun ekki vinasamband heldur leynilegt bandalag um að koma köttum fyrir kattarnef !“ orgaði enn annar. Eftir þetta var ekki hægt að greina orðaskil, kettirnir mjálmuðu hver ofan í annan, algjörlega brjálaðir. Á grindverkinu sat Frú Snúllu-Dúlla, einbeitt á svip. Síðan kvað hún sér hljóðs. „Kæru vinir,“ mjálmaði hún svo hátt og snjallt að allt datt í dúnalogn. Hún brosti ægilega. „Rekum hann burt,“ sagði hún svo ísköldum rómi. Allir kettirnir stukku af stað. Í húsi við enda götunnar lá hundur og svaf en af og til vaknaði hann og gelti lágt og hann var svartur og hvítur og hét Snati og hann vissi að það var ekki frumlegt nafn en það var samt allavega betra nafn en pabbi hans sem hafði bara heitað Hey sem var frekar ruglingslegt þegar einhver vildi vekja athygli á einhverju því þá hrópa flestir auðvitað „Hey!“, þannig að pabbi hans hélt að það væri alltaf verið að kalla á hann en svo eru líka dýr sem borða hey eins og hestar og kýr og kindur sem flækir málið auðvitað ennþá meira en pabbi hans hafði samt ekki látið það fara í taugarnar á sér þannig að það var kannski bara allt í lagi. Snati óð oft úr einu í annað. Hann lá á gólfinu inni í eldhúsi og var að hugsa. En smám

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=