Smátímasögur - Fyrir þig

75 fengið hugmyndir: Hund í hvert hús! Og það vill enginn. Við verðum að stoppa þetta og við verðum að gera það núna!“ Í smástund sagði enginn neitt. Svo tók Brandur af skarið. „Það er rétt hjá henni!“ sagði hann ákveðinn. „Svo sannarlega!“ mjálmaði svört læða. „Já,“ samþykkti smávaxinn fress. „Ég hef heyrt að þeir hlýði fólki skilyrðislaust!“ gargaði grár högni. „Það er auðvitað fáránlegt! Fólk veit ekkert!“ „Frændi minn sá einu sinni hund éta heilan fugl,“ tísti kett- lingur. Kettlingar eru sætari en allt sem sætt er en stundum voðalegir kjánar. Þeir segja alltaf það sem þeir eru að hugsa. „Var það lifandi fugl eða svona kjúklingur sem er í ofni?“ spurði annar kettlingur. „Ég veit það ekki!“ tísti fyrri kettlingurinn. „Hann sagði bara að hann hefði séð hund éta fugl!“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=