Smátímasögur - Fyrir þig
74 hvæstu án þess að taka eftir því og að minnsta kosti einn kettlingur pissaði pínulítið á sig. „Hundar. Eru. Hættulegir,“ hélt hún áfram. „Það er ekkert flóknara en það.“ Frú Snúllu- Dúlla fann að hún var farin að skjálfa af reiði en reyndi að hafa hemil á sér. „Þegar ég var lítil,“ hélt hún áfram titrandi röddu, „komu hjón í heimsókn með hund.“ Svartur fress átti ekki til orð. „Og ekki nóg með það,“ hélt hún áfram, „þau buðu honum inn! Í húsið. Húsið mitt!“ Kettlingarnir gripu andann á lofti. „Hjónin voru í heimsókn í marga klukku- tíma,“ bætti læðan við, „og á meðan þau sátu og spjölluðu og hlógu og drukku kaffi og átu kökur barðist ég fyrir lífi mínu!“ Enginn sagði orð. Frú Snúllu-Dúlla fann hvernig það sem eftir var af skottinu á henni var byrjað að stækka, bara við það að hugsa um þetta. „Hundkvikindið, þetta skrímsli, ætlaði hreinlega að éta mig! Ég sá það á honum! Svo ég þurfti auðvitað að flýja og fela mig. Og það á mínu eigin heimili!“ Hún hristi hausinn leið á svip. „Og svo þegar ég reyndi að segja fólkinu frá þá hlógu þau bara. Sögðu að hann væri bara að leika sér. Að hann væri bara spenntur að sjá mig. Klöppuðu honum! Og skömmuðu mig svo fyrir að klifra upp gardín- urnar!“ Frú Snúllu-Dúlla titraði af reiði. „Einhvern veginn varð ég samt að flýja! Ég vona bara að ekkert ykkar þurfi að ganga í gegnum álíka hrylling eins og ég þurfti þennan dag.“ Hún leit í áttina að húsi við enda götunnar. „Hundar eru allir eins. Stórhættuleg og gráðug skrímsli. Og ef fólkið sem við búum með sér að það er kominn einn slíkur í hverfið gæti það
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=