Smátímasögur - Fyrir þig
73 allra katta í götunni og stundum svolítið utan við sig. Hann mætti næstum alltaf seint. Kapteinn Ofurþófi, líkt og Frú Snúllu-Dúlla, var ekkert sérstaklega ánægður með nafnið sitt. Ef hann hefði mátt ráða hefði hann heitið nafni eins og Gunnar á Hlíðarenda eða eitthvað álíka glæsilegt, en þar sem barnið sem nefndi hann hafði aldrei lesið Njálu var það ekki í boði. Hann smjattaði tannlaus út í loftið og leit brosandi á hópinn. „Voðaleg læti eru þetta,“ tautaði hann. „Það mætti halda að þið hefðuð séð draug.“ Hann smjattaði aftur, slefaði smá og vaggaði sér inn í miðja þvöguna. Allir færðu sig frá og gáfu honum pláss. Gamli kötturinn tók nokkur skref og svo hálf-datt Kapteinn Ofurþófi löturhægt á rassinn. Hann leit forvitinn í kringum sig. „Ég held að þetta sé bara ágætis- staður að sitja á,“ mjálmaði hann brosandi og leit upp til Frú Snúllu-Dúllu. „Afsakaðu ónæðið,“ bætti hann við. Læðan sat pollróleg á grindverkinu. Brandur vissi að ef einhver annar hefði truflað hana hefði sá hinn sami lent í svakalegum vand- ræðum. Kafteinn Ofurþófi var hins vegar eldri en allir og því bar þeim að sýna honum virðingu. „Haltu áfram,“ tautaði hann. Frú Snúllu-Dúlla kinkaði kolli. „Við verðum að gera eitthvað,“ sagði hún ísköldum rómi og augasteinarnir í henni stækkuðu um helming af einskærri heift. „Og við verðum að gera það strax. Það kemur ekki til greina að hingað í hverfið flytji ...“ og hún gat næstum ekki haldið áfram því hún kúgaðist við það eitt að hugsa orðið, „hö... hö... hundur!“ hálfgelti hún loks. Allavega fimm kettir
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=