Smátímasögur - Fyrir þig

72 öll hvers vegna við erum hér.“ Hópurinn mjálmaði sín á milli í lágum hljóðum. Jú, það vissu þau svo sannarlega. „Það eru þrír dagar síðan nýja mannfólkið flutti inn við enda götunnar sem þýðir að í þrjá daga hefur allt verið í hers höndum.“ Hún skimaði snöggt yfir hópinn til að athuga hvort allir væru ekki örugglega sammála henni. Kettirnir voru það. Brandur kinkaði kolli. Frú Snúllu-Dúlla hélt áfram. „Fnykurinn er alls staðar, hvell læti og truflun á ólíklegustu tímum.“ Hún var ekki sátt. „Auk þess er hann stórhættulegur. Það vita það allir að hann hleypur hraðar en við og er með stærri kjaft en við. Það er bara tímaspursmál hvenær eitthvert okkar lendir í klónum á honum.“ Brandur kinkaði kolli aftur. Hann hafði varla þorað út úr húsi síðan Frú Snúllu- Dúlla sagði honum fréttirnar og þegar hann loksins hætti á það var hann alltaf að líta um öxl. Þegar hann hugsaði út í það fannst Brandi að þessir síðustu dagar hefðu líklega verið þeir erfiðustu í lífi hans – og hann lenti einu sinni í því að það sást smá í botninn á matardallinum hans. Hann vissi þess vegna svo sannarlega sitthvað um áföll og hvað það getur tekið langan tíma að jafna sig á þeim. Skyndilega kom eitthvað hlaupandi út úr myrkrinu með látum. Allir kettirnir skutu upp kryppu, öll skott þrefölduðust og allavega sjö högnar byrjuðu ósjálfrátt að hvæsa. Brandur stökk af stað. „Engar áhyggjur,“ mjálmaði hann um leið og hann skaust á milli katta og reyndi að róa hópinn. „Þetta er bara Kapteinn Ofurþófi, engar áhyggjur.“ Kapteinn Ofurþófi var langelstur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=