Smátímasögur - Fyrir þig

71 ákveða hvað þeir heita. Oftast eru það mannabörn sem ráða nöfnunum og eins og allir kettir vita eru svoleiðis skepnur ekkert sérstaklega gáfaðar. Frú Snúllu-Dúlla var frábært dæmi um þetta. Hún hafði kannski einu sinni verið krúttleg- ur kettlingur en núna var ekkert dúllulegt við hana. Hún bjó í húsinu beint á móti grindverkinu og passaði að klóra barnið sem hafði valið á hana nafnið allavega einu sinni í viku. Fyrsta hvers mánaðar gubbaði hún svo í skó af handahófi sem barnið átti – bara til að þakka fyrir þetta ömurlega nafn. Hún pass- aði sig alltaf að miða ælunni þannig að hún endaði í tánni á skónum – sem þýddi að barnið uppgötvaði ekki gjöfina frá kisu fyrr en það var búið að troða sér í skóinn. Á Frú Snúllu-Dúllu vantaði hálft skottið, það hafði klemmst í dyragátt þegar hún var yngri. Þess vegna var jafn- vægið hennar alltaf pínu skrítið – en enginn þorði að minnast á það. Frú Snúllu-Dúlla gekk alveg að grindverkinu, skimaði einbeitt í kringum sig og kinkaði svo snöggt kolli til Brands. Hann andaði léttar. Hann hafði gert allt rétt og hún myndi ekki refsa honum. Hann kom sér fyrir og fylgdist með Frú Snúllu-Dúllu þar sem hún stökk upp á illa málaðar spýturnar og hrundi svo næstum niður aftur. Allur kattahópurinn greip andann á lofti en enginn þorði að hlæja. Ekki einu sinni kettlingarnir. Læð- an skaut öllum klóm út. Þær enduðu á kafi í grindverkinu. Hún reisti sig við og gnæfði nú í öllu sínu veldi yfir hópnum. „Kæru vinir,“ sagði Frú Snúllu-Dúlla hátíðlega og leit grafalvarlegum gulum augum yfir kisulórurnar. „Við vitum

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=