Smátímasögur - Fyrir þig
70 Brandur, kötturinn sem var virkilega að vanda sig að væla, kreisti aftur augun og heyrði hvernig hátt mjálmið bergmál- aði um götuna. Í eitt andartak gerðist ekkert. Og svo var eins og nóttin hefði lifnað við. Alls staðar, út úr öllum skúmaskotum, milli allra hliða og fram undan öllum skúrum, læddust kettir. Sumir stórir og vígalegir, nokkrir haltir og gamlir, einhverjir með ólar og enn aðrir með ólar og bjöllur (sem þótti ekkert sérlega töff ). Sumir voru snyrtilegir, aðrir örlítið tættir, einn þeirra var bara með eitt auga og svo voru það auðvitað kettlingarnir sem gerðu fátt annað en að fíflast. Sumir kolsvartir, aðrir snjóhvítir, enn aðrir gulir. Kaf- loðnir, nánast sköllóttir og allt þar á milli. Brandur fylgdist stoltur með þessum vígalega hópi sem nálgaðist grindverkið hægt en örugglega. Skyndilega sá hann glitta í þrílita læðu í miðjum hópnum. Brandur stökk umsvifalaust niður af grindverkinu. Það var nefnilega hennar staður. Staður hættulegasta kattar sem Brandur hafði nokkurn tímann hitt; kattarins sem náði einu sinni að hræða heilan leikskóla með því einu að stökkva út úr runna og hvæsa; kattarins sem varð einu sinni svo móðguð við eigendur sína þegar þau fóru í fimm daga sumarfrí og tóku hana ekki með að hún skeit út um allt hús í meira en mánuð; kattarins sem var leiðtogi kattanna í öllu hverfinu – sumir sögðu allri borginni. Þetta var staðurinn hennar Frú Snúllu-Dúllu. Hér skal tekið fram að kettir fá í flestum tilfellum ekki að
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=