Smátímasögur - Fyrir þig
69 Pissupása ÆVAR ÞÓR BENEDIKTSSON Það var kvöld. Gatan var auð. Bílum hafði verið lagt í stæði, úlpur héngu á snögum og á meðan börn kúrðu í rúmum kúrðu foreldrar í sófum og ýmist lásu eða horfðu á sjónvarpið. Gatan var auð. Fyrir utan köttinn, auðvitað. Því það er alltaf köttur ein- hvers staðar. Köttur sem við fyrstu sýn lætur eins og honum sé alveg sama hvað er í gangi. Sem lítur út eins og hann sé ekki að horfa eða hlusta á allt sem gerist í kringum hann, en er – auðvitað – að fylgjast með. Öllu. Bröndótti kötturinn sem um ræddi í þessu tilfelli hafði legið á bak við illa reist grindverk síðasta hálftímann og fylgst gaumgæfilega með öllu því sem fram fór á götunni. Nú, þegar hann var viss um að allt væri öruggt, stökk hann upp á fún- aðar viðarplöturnar og opnaði kjaftinn upp á gátt. Og byrjaði. Viðbrögð fólks við því þegar köttur breimar, mjálmar eða gaggar (eins og sumir kettir gera stundum) eru af þrennu tagi: Sumir segja: „Hvaða væl er þetta eiginlega?!“ Aðrir segja: „Sæktu garðslönguna! Nú náum við honum!“ Og enn aðrir segja: „Æi, mig langar í kött!“
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=