Smátímasögur - Fyrir þig

67 verkefni SÖGURÝNI 1. Sagan er sögð frá tveimur sjónarhornum.Hvernig eru sögusviðin ólík? 2. Þuríður Saga og Janus glíma bæði við vandamál sem þau reyna að leysa. Hver eru þau? Hvernig hjálpa þau hvort öðru? 3. Hvað ætli hafi orðið af sagnamanninum? 4. Hvaða þýðingu höfðu sögurnar fyrir þorpsbúa? Hvað gerðist þegar sagnamaðurinn hætti að koma? 5. Hvernig vissi Janus að hann hafði fundið það sem hann leitaði að? 6. Af hverju ætli þessi titill hafi orðið fyrir valinu á söguna? VANGAVELTUR Takið afstöðu og færið rök fyrir skoðun ykkar. 7. Gera sögur líf okkar betra? 8. Var skynsamlegt af Þuríði Sögu að treysta ókunnum dreng sem hún fann undir rúmi hjá sér? ÁSKORUN Veldu þér verkefni. • Ímyndunarafl: Þuríður Saga ákveður að fara með Janusi heim í þorpið.Skáldaðu nýjan endi á söguna.Hvernig sóttist þeim ferðin til baka? Hvernig var tekið á móti þeim í þorpinu? Hvernig gekk Þuríði Sögu að fóta sig í nýju hlutverki? • Leikritun: Þorpshöfðinginn, amma Janusar, kemur að máli við hann og biður hann að bjarga þorpinu. Settu saman lítinn leik- þátt þar sem þau tala saman og höfðinginn sannfærir drenginn um að taka verkið að sér.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=