Smátímasögur - Fyrir þig

66 vonbrigðin, en svo horfir hann íhugull á mig undan hárlubb- anum og spyr: „Áttu kannski sögur? Ég gæti safnað í minn eigin sagnasarp og tæmt hann svo fyrir þorpsbúa öðru hverju. Geturðu kannski lánað mér nokkrar sögur?“ Augnablik hvarflar að mér hvað myndi gerast ef ég segði nei. Hvað myndi hann taka til bragðs? „En hvers vegna segir þú þeim ekki sögur? Eða mamma þín? Eða afi þinn? Eða bara einhver í þorpinu?“ Hann starir á mig, steini lostinn. „Ég?“ segir hann og grettir sig. „Það virkar ekkert svoleiðis,“ bætir hann svo við þegar hann er búinn að fullvissa sig um að ég sé ekkert að grínast. „Sögurnar þurfa að koma utan frá, svoleiðis virkar það hjá okkur og ef þú getur lánað mér sögur get ég sett þær í sag- nasarpinn og tæmt hann svo við sagnaeldinn,“ segir hann og brosir vongóður. Ég á miklu, miklu meira en nóg af sögum, meira af sögum en ein manneskja getur nokkru sinni notið, svo ég þarf ekkert að velta þessu fyrir mér lengur. Því ekki að prófa að „lána“ honum nokkrar? Ég rétti honum stóra rúmteppið mitt og bendi honum á að setjast til fóta, vef sænginni um tærnar og kem mér vel fyrir við höfðagaflinn. Svo segi ég honum sögur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=