Smátímasögur - Fyrir þig
65 úrræðagóður, skarpur og hjálpfús og fengi því það hlutverk að finna nýja sagnauppsprettu. Þorpsbúar þyrftu nefnilega á sögum að halda, hafði amma hans sagt, þótt enginn vissi alveg hvers vegna. Svo leit Janus á þessa stóru stelpu með ljósa hárið eins og ullarlagð um höfuðið og sagði henni að hann héldi að hún væri nýi sagnamaðurinn. Eða sko sagnakonan. Eða sagna- stelpan. Janus lauk máli sínu og horfði feiminn og biðjandi á Þuríði Sögu. ÞURÍÐUR SAGA Ég stari furðu lostin á þennan strák sem segist heita Janus. „Ég? Af hverju heldurðu það?“ Hann lítur ákveðinn á mig og segir: „Af því að ég var leiddur hingað til þín. Og …“ hann brosir sigri hrósandi, „svo heitirðu Saga!“ „Ég skil,“ segi ég þótt ég skilji ekki baun. Janus horfir stíft á mig og það gerist eitthvað í höfðinu á mér. Eins og klingi í lágri bjöllu. Eins og til að láta mig vita að eitthvað stórkost- legt sé í vændum. Passar þetta ekki einum of vel? „En, Janus, ég er ekki að fara með þér niður um gat í gólf- inu undir rúminu mínu.“ Kemur ekki til greina að ég sé að fara eitthvað með þessum skrítna strák. Ekki séns. Andlitið á honum er svo opið að honum tekst ekki að fela
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=