Smátímasögur - Fyrir þig

64 JANUS Það dimmir yfir Janusi og hann heldur áfram að segja frá því þegar sagnamaðurinn kom ekki. Það hafði aldrei gerst áður. Þorpsbúar voru hissa en ekkert áhyggjufullir, allir bjuggust við því að hann kæmi bara næst. En hann kom ekkert næst og ekki þarnæst heldur. Smám saman fóru hlutirnir að breytast í þorpinu en bara svo hægt að það áttaði sig enginn á því strax. Það byrjaði eig- inlega á því að allir urðu eitthvað þreyttir og leiðir. Krakkarnir hættu að syngja og hlæja saman. Svo hætti fullorðna fólkið að þvo þvottana og brenna rusl og laga húsin. Þegar krakkarnir voru alveg hættir að leika sér saman kom í ljós að fullorðna fólkið var líka hætt að nenna að veiða og sækja vatn. Þorpsbúar voru svangir og latir, fúlir og reiðir þegar þorps- ráðið kallaði þá saman við útbrunnar hlóðir sagnaeldsins í hjarta bæjarins. Þá höfðu þau setið á fundi í heila viku til að reyna að finna út úr því hvað hrjáði fólkið. Þau höfðu kom- ist að því að ástæðan fyrir drunganum og daufleikanum yfir þorpinu væri sú að sagnamaðurinn hafði ekki sést í þrettán tungl. Það hafði enginn áttað sig á mikilvægi þess að hann kæmi og „tæmdi úr sagnasarpinum“ sínum við sagnaeldinn. Segði sögur af undrum heimsins, himinsins og hafsins. Sögur sem lyftu geðinu eða sökktu því, glöddu og leyfðu þorpsbúum að upplifa ýmislegt sem þeir gætu aldrei upplifað annars. Janus sagði Þuríði Sögu að þorpshöfðinginn, sem var einmitt amma hans, og þorpsráðið hefðu valið hann til að fara í leiðangur til bjargar þorpinu. Hann væri svo snöggur og

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=