Smátímasögur - Fyrir þig

62 Hann stakk höfðinu út, síðan öxlunum…og sá að hann var staddur í þröngu rými þar sem mjög lágt var til lofts. Hann mjakaði sér hljóðlega alla leið út úr göngunum, lá grafkyrr á rennisléttu undirlaginu og lagði við hlustir. Þegar ekkert heyrðist áræddi hann að snúa höfðinu varlega til hægri … og hjartað tók kipp. Það var eins og einhver gripi um hjartað í honum og kreisti. Hann gleymdi nánast að draga andann. Janus lá á ókunnum stað, örmagna af þreytu og skítugur upp fyrir haus og horfði beint inn í starandi, ókunn augu. ÞURÍÐUR SAGA Ég sprett á fætur en næ ekki að öskra því það sem liggur undir rúminu hendist undan því á ógnarhraða og grípur fyrir munninn á mér. Augun ætla út úr höfðinu, samferða hjartanu sem reynir að troðast út úr brjóstinu, en ég róast örlítið þegar ég sé að þetta er bara smávaxinn og óhreinn strákur með út- stæð eyru. Hann leggur fingur á varir sér og hristir um leið höfuðið, svo aumkunarverður og umkomulaus á svipinn að ég kinka kolli án frekari umhugsunar. Ég skal vera hljóð! „Fyrirgefðu,“ hvíslar strákurinn um leið og hann tekur smáa höndina frá munninum á mér. Ég kyngi óttanum niður í maga og skoða árásarmanninn sem virðist jafn brugðið og mér. Hann er í síðri skikkju eða kufli, svona eins og munkar klæðast í bíómyndum. Hann er í buxum úr einhverju sem líkist helst laki og hefur vafið reipi um sig miðjan til að halda þeim uppi. Hann lyktar og lítur út eins og mold eftir rign- ingarskúr; skítugur en samt hreinn. Hárið liggur ofan í augun

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=