Smátímasögur - Fyrir þig
61 þurfti hann að ganga hokinn eins og gamalmenni og áður en varði var hann kominn aftur á hnén. Nú veit ég hvernig ána- möðkum líður, hugsaði hann með sér þegar hann var farinn að mjaka sér áfram á maganum. Fyrirvaralaust tóku göngin svo enda. Þarna lá Janus í sjálf- heldu og komst hvorki aftur á bak né áfram. Honum var orðið þungt fyrir brjósti af súrefnisleysi og tárin spruttu fram í augnkrókana. Það eina sem kom í veg fyrir að hann léti und- an þreytunni og vonleysinu var tilhugsunin um fólkið heima í þorpinu hans. Fólkið sem treysti því að hann fyndi það sem það vantaði svo sárlega og kæmi með það til baka. Janus kýldi vonsvikinn í vegginn sem varnaði honum leiðar í von um að hann gæfi eftir, annað eins hafði nú gerst! Nei, ekki svo gott. En … þótt veggurinn gæfi ekki eftir var hann ekki jafn harður viðkomu og grjót, meira eins og þykkur pappi, eða efni, strigi kannski? Janus náði að smeygja hægri hendinni niður með síðunni og ná vasahnífnum úr beltinu. Svo notaði hann síðustu orku- dropana til að krafsa og klóra í vegginn, með auma fingur og lítinn hníf að vopni. Allt í einu opnaðist lítið gat og súrefnið streymdi inn í hol- una. Janus fylltist nýjum krafti og hélt áfram að krafsa og tæta þangað til opið var nógu stórt til að hann gæti skriðið í gegn. Hinum megin var reyndar líka myrkur en samt svona myrkur þar sem maður veit að birtan er skammt undan.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=