Smátímasögur - Fyrir þig

59 tek á henni stóru minni, beygi mig niður og rýni undir rúmið. Þar er kolbikasvartaniðamyrkur. Og ekki neitt að sjá. Ég fer niður á hnén, legg höfuðið alveg niður við gólfið, píri augun og rýni inn í myrkrið. Hjartað hamrar og lemur og berst og ólmast. Rétt í þann mund sem ég er orðin sannfærð um að það sé ekkert undir rúminu og ætla að standa á fætur sé ég hreyfingu djúpt inni í myrkasta myrkrinu. Mér finnst eins og einhver grípi um hjartað í mér og kreisti. Ég gleymi alveg að draga andann og finn hendurnar titra þar sem þær styðja við gólfið. Djúpt inni í myrkrinu lengst undir rúminu mínu glittir í tvö augu. JANUS Janus náði að slengja hinni hendinni og grípa um það sem kom í veg fyrir að hann hrapaði niður í … ja, hann vissi ekki hvert. Hláturinn hafði breyst í hávært pískur og skvaldur og virt- ist lengra í burtu. Janus hafði greinilega oltið alla leið út úr hellinum, allavega var myrkrið ekki jafn svart og áður. Hann leit upp og sá móta fyrir svörtum hellismunna og lágvöxnum gróðri. Líflínan mín er líklega einhvers konar jurt, hugsaði hann með sér. Vonandi harðger, flaug í gegnum hugann um leið og hann leit niður og sá hyldýpið undir sér. Janus þakkaði í huganum fyrir sterkar hendur og léttan lík- ama á meðan hann hreyfði sig varlega í leit að fótfestu. Hann var alveg að gefa upp vonina þegar vinstra hnéð rakst í örlitla

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=