Smátímasögur - Fyrir þig
58 glampa á þúsundir lítilla ljósdepla. Miðað við það hvernig hláturinn bergmálaði og kastaðist í kringum hann var hann líklega staddur í helli. Janus valt áfram og fálmaði í kringum sig eftir handfestu. Hann náði taki á einhverju með annarri hendinni en fann sér til mikillar skelfingar að hann hafði ekki lengur fast land undir fótum … ÞURÍÐUR SAGA Hljóðið hættir ekki. Það er sama hvað ég reyni; að troða putt- unum í eyrun eða söngla, alltaf smýgur það í gegn. Ég er mjög þakklát fyrir að hljóðið skuli vera staðbundið undir rúminu, að það sem krafsar í rúmbotninn skuli ekki vilja koma hingað upp í til mín. Ég þori samt ekki að kalla á mömmu og pabba og ég þori enn ekki að gá undir rúm. Ég veit ekki hversu langur tími er liðinn en mér finnst ég hafa verið á valdi hræðslunnar tímunum saman. Kökkurinn í háls- inum er á stærð við bökunarkartöflu og ég veit að ég verð að gera eitthvað. Ég þori bara ekki að gera neitt! „Andskotans aumingjaskapur,“ muldra ég reiðilega og tek ákvörðun. Og áður en skynsemin (óttinn) nær að taka stjórnina hendi ég hlýrri sænginni út í horn, slengi nátt- buxnaklæddum fótleggjunum fram á rúmbrúnina og hendi mér fram úr. Eitt augnablik finn ég beinlínis beittar klærnar krafla í ökklana á mér … en hristi svo af mér ímyndunarveikina og stíg frá rúminu. Mig langar mest að hlaupa fram á gang en
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=