Smátímasögur - Fyrir þig

57 klettaveggur. Hann stundi í uppgjöf og hlammaði sér niður, með bakið upp að klettinum, og rýndi út í myrkrið. Hann var svo annars hugar að í fyrstu tók hann ekkert eftir því að „veggurinn“ gaf eftir. Ekki fyrr en hann fann kuldann við hnakkagrófina, í hársverðinum, bak við eyrun. Hann sneri höfðinu en gat svo ekki snúið því til baka. Höfuðið á honum var fast! Þegar Janus ætlaði að ýta sér frá sökk handleggurinn á kaf inn í klettinn …og kom út hinum megin! Hann fann ískald- an óttann læsast um sig. Hálft andlitið og efri hluti líkamans voru föst í einhverju sem minnti helst á þykkt gerdeig, mjúkt eins og svampur en kalt og eilítið klístrað. Janus rykkti og togaði í ofboði en sökk bara dýpra inn í vegginn. Svo gerðist það sem hann hafði óttast mest …hinum megin við vegginn greip eitthvað þéttingsfast um hönd hans, og togaði fast. Hjartað hamaðist og nú varð Janus að hugsa hratt: Hvort var skárra að kafna, hálfur inni í veggnum, eða … Hann þrýsti hælunum í jörðina, lokaði augunum og hélt niðri í sér andanum, spyrnti svo af öllum kröftum. Janus skaust í gegn um vegginn og út hinum megin með háum smelli eins og þegar tappa er kippt úr flösku. PLOBB!! Hann kútveltist á grýttu og hörðu undirlagi í svo svörtu myrkri að hann vissi varla hvort augun væru opin eða lokuð. Janus greip ósjálfrátt um höfuðið til að vernda það en rak þá fótinn í eitthvað oddhvasst. Hann rak upp skræk og um leið glumdi margradda hlátur allt í kring. Í sama mund sá hann

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=