Smátímasögur - Fyrir þig
56 JANUS Hann saug upp í nefið, lyfti annarri hendinni og veifaði mátt- leysislega. Amma og hinir í þorpsráðinu veifuðu til baka. Svo snerist amma á hæli og gekk aftur inn í þorpið og hinir fylgdu í kjölfarið. Janus var einn eftir. Á leiðinni eitthvað út í busk- ann að leita að einhverju sem enginn vissi hvar var að finna. Hann nam staðar við vatnsbólið þar sem stígurinn endaði. Yfir vatnsbólið höfðu þorpsbúar nefnilega ekki haft neitt að sækja – fyrr en núna. Á meðan Janus fyllti á vatnsbrúsann velti hann því fyrir sér hvort hann ætti kannski aldrei eftir að sjá þorpið sitt aftur. En það þýddi víst lítið að barma sér. Hann hafði tekið að sér þetta verkefni og varð nú að gera sitt allra besta til að ljúka því. Það kólnaði eftir því sem fjær dró þorpinu, þar til það var orðið svo kalt að Janus sá andardráttinn liðast út úr sér í gufu- bólstrum. Hann þakkaði ömmu í hljóði og dró ullarskikkjuna upp úr rauða bakpokanum. Janus var rétt farinn að ná aftur hlýju í kroppinn þegar hann var skyndilega umluktur hnaus- þykkri og myrkri þoku. Hvernig átti hann að halda áfram ef hann sá ekki hvað var framundan? Hann gæti verið á leið út í læk eða fram af klettabrún. Janus lét sig síga niður á hnén. „Ááááá!“ Hnén rákust í eitthvað hart og oddhvasst. Ekki á jörðinni heldur beint fyrir framan hann. Janus rétti varlega út höndina og snerti eitthvað kalt og hrjúft. Hann stóð upp, þreifaði sig áfram með báðum höndum og fann að þetta hlaut að vera
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=