Smátímasögur - Fyrir þig
55 klukkan að verða þrjú um nótt. Þótt ég hafi oft verið pirruð á ágengninni í persónunum í höfðinu eru þær hundrað sinnum skárri en þetta krafs sem berst undan rúminu. Ég þori ekki fyrir mitt litla líf að loka augunum þótt ég sjái varla nokkuð og ég þori alls ekki að kíkja undir rúmið mitt. Tilhugsunin um beran fótinn á köldu gólfinu, hönd sem hlykkjast undan rúminu, langa loðna fingur sem grípa um ökklann á mér … Úff. Eða styðja höndunum á rúmbríkina, halla mér áfram og láta höfuðið hanga niður þar til ég sé undir rúmið. Og stara þá kannski beint í … Úff. Nei. Ég get þetta ekki. Þarna er hljóðið aftur. Eins og eitthvað með langar klær sé að krafsa í botninn á rúminu. Beint undir mér!
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=