Smátímasögur - Fyrir þig

54 Ég hef farið í alls kyns rannsóknir og þegar ég var fjögurra ára var ég lögð inn á spítala í heilan mánuð meðan læknarnir reyndu að grafast fyrir um hvað væri í gangi í höfðinu á mér. En þeir fundu ekki neitt og hafa enn ekki fundið neitt sem út- skýrir þetta furðulega ástand. Ég hef sjálf prófað öll möguleg og ómöguleg húsráð til að auðvelda mér svefn: flóaða mjólk og róandi te, að fara pakksödd í rúmið eða svöng í rúmið, sofa í sokkum eða berfætt, en allt kemur fyrir ekki. Ég hef líka reynt að losna við persónurnar úr höfðinu með því að skrifa um þær sögur og svei mér þá ef það lækkar ekki aðeins pískrið og skvaldrið og masið í kollinum. Pískur, skvaldur og mas eru samt ekki réttu orðin. Það er ekki beint eins og ég „heyri“ í þeim inni í höfðinu á mér. Meira eins og þegar maður reynir að lesa landafræði og hugurinn leitar alltaf eitthvað annað. Eitthvað allt annað. Eins og að þættinum sem var í sjónvarp- inu í gær. Eða hvað er til í ísskápnum. Það næsta sem ég hef komist því að fá frið var þegar ég passaði stundum Arnald litla í næsta húsi, en hann vildi alltaf fá sögu fyrir svefninn. Þá lokaði ég augunum og beindi athyglinni að einhverri einni persónu í höfðinu á mér – til dæmis lítilli telpu með stóran bolta – og leyfði henni að segja sína sögu, í gegnum mig auðvitað. Arnaldur sat dolfallinn og steinsofnaði svo um leið og sögunum lauk. Það merkilegasta var þó að ég steinsofnaði líka! Alla vega. Núna er Arnaldur fluttur og enginn biður mig um sögur. Hér sit ég í rúminu mínu, skjálfandi af hræðslu og

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=