Smátímasögur - Fyrir þig
53 Andvaka Marta Hlín Magnadóttir og Birgitta Elín Hassel ÞURÍÐUR SAGA Nú heyrist hljóðið aftur. Það fer ekki á milli mála að eitthvað er að krafsa og klóra beint fyrir neðan mig! Ég sest upp í rúminu, fikra mig varlega upp að veggnum og stari óttaslegin út í myrkrið. Ég vef sænginni þétt utan um mig og bý mig undir enn eina andvökunóttina – en ekki af sömu ástæðu og vanalega! Frá því ég man eftir mér hef ég nefnilega átt erfitt með að sofna. Um leið og höfuðið snertir koddann opnast flóðgáttir og hugurinn fer á flug. Sögurnar spinnast upp, hver af annarri, og persónurnar ryðjast fram á sviðið. Það er ekki eins og ég sé beint að hugsa um þessar per- sónur heldur meira eins og ég sé að horfa á leikrit. Stundum eru leikritin skemmtileg, jafnvel svo fyndin að ég skelli upp úr. Stundum eru þau hins vegar drepleiðinleg og einstaka sinnum ljót og hræðileg. Mamma og pabbi halda að ég hafi alltaf verið svona því strax sem ungbarn virtist ég lítið þurfa að sofa. Næturnar sem ég hló og hjalaði út í loftið voru í lagi en næturnar sem ég öskraði og veinaði hástöfum voru víst öllu erfiðari.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=