Smátímasögur - Fyrir þig
51 verkefni SÖGURÝNI 1. Hvar er líklegt að sagan gerist? Hvert er sögusviðið? 2. Ólífugræni jakkinn kemur við sögu í upphafi og við lok sög- unnar. Hvaða upplýsingar gefur hann um stóra bróður? 3. Í sögunni berjast skæruliðar og innrásarher. Hvað merkja orðin? Hver ætli sé munurinn á þessum hópum? Er annar góður og hinn vondur í sögunni? 4. Í lokin er Hússein flóttamaður. Hvað þýðir það? Hvað má ætla að bíði hans? 5. Hver gæti verið boðskapur sögunnar? VANGAVELTUR Takið afstöðu og færið rök fyrir skoðun ykkar. 6. Hússein stal riffilskotum af innrásarhernum þó hann vissi hvað skæruliðar gerðu við þau. Gerði hann rétt? 7. Tók Hússein rétta ákvörðun þegar hann tók barnið og lagði á flótta? ÁSKORUN Veldu þér verkefni. • Greinargerð: Berðu saman daglegt líf þitt og jafnaldra í stríðs- hrjáðu landi. Hvað er líkt og hvað er ólíkt? • Ljóðagerð: Nýttu þær tilfinningar sem bærast með þér eftir lestur sögunnar og semdu ljóð.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=