Smátímasögur - Fyrir þig
50 Hermennirnir stigu um borð í skriðdrekann sem skrölti niður götuna. Hússein strauk höndinni hugsi niður eftir jakkanum. Þá tók hann eftir svolitlu gati við brjóstvasann. Það var nógu stórt til að stinga fingrinum í gegnum, kannski nógu stórt fyrir eitt riffilskot. Hann þurrkaði sér um augun og hagræddi drengnum í fangi sér. Svo haltraði hann af stað. Nú er ég stóri bróðir þinn, hugsaði hann. Ég skal gæta þín vel og aldrei yfirgefa þig. Það er löng leið til flóttamanna- búðanna, en þangað munum við komast, því skal ég lofa þér. Og þegar við komum þangað skulum við finna pabba og mömmu. Já, við skulum gera það, litli bróðir. Við skulum lifa.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=