Smátímasögur - Fyrir þig

48 til hans smáum fingrum og byrjaði að kjökra; það var hungrið og þorstinn, óttinn og einsemdin; allar sárustu tilfinningar mannanna í þessu lága kjökri. Hússein skildi hvað það þýddi: Hjálpaðu mér. Hermennirnir litu undrandi upp þegar þeir sáu horaðan strákling feta sig varlega niður grjóthrúguna sem eitt sinn hafði verið íbúðablokk. Hann hélt á litlu barni sem grét sáran. Hermennirnir brostu og gáfu frá sér hljóð sem lýstu undrun og aðdáun. Einn þeirra hljóp til og studdi strákinn niður grjóthrúguna, annar sótti flösku af vatni. „Eru fleiri á lífi í húsinu?“ spurði sá þriðji. „Nei,“ svaraði strákurinn. „Bara ég og litli bróðir minn.“ Þá kinkuðu hermennirni kolli og ypptu öxlum. Þeir settu vatn og brauð í tösku og réttu honum. Fjórði hermaðurinn benti niður götuna og sagði að flóttamannabúðirnar væru í þessa átt; ef hann legði af stað núna yrði hann kannski kom- inn þangað fyrir nóttina. Hússein kinkaði bara kolli og þétti takið um litla drenginn. Svo ætlaði hann að leggja af stað. En fimmti hermaðurinn bað hann að bíða sem snöggvast og hvarf inn í skriðdrekann. Skyldi hann vita hver ég er? hugsaði Hússein. Skyldi hann hafa áttað sig á að ég er þjófurinn sem þeir hafa leitað að? Hermaðurinn kom út úr skriðdrekanum með einhverja flík í hendinni. Það var ólífugrænn jakki sem hann lagði yfir herðarnar á Hússein.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=