Smátímasögur - Fyrir þig
3 Innst inni erum við öll eins Árið 1953 komu barnabókaunnendur frá ýmsum löndum saman í Sviss og stofnuðu samtök. Þau fengu heitið IBBY, sem er skammstöfun fyrir The International Board on Books for Young People. Stofnendurnir, þar á meðal hinn þekkti barnabókahöfundur Astrid Lindgren, vildu leggja sitt af mörkum til þess að auka skilning og samhug meðal þjóða heimsins eftir heimsstyrjöldina síðari. Þeir trúðu því að besta leiðin til þess væri í gegnum góðar barnabækur. Markmið samtakanna hefur því frá fyrsta degi verið að tryggja öllum börnum aðgang að bókum og tengja saman fólk um víða veröld sem vinnur að framgangi góðra barnabóka. Íslandsdeild IBBY var stofnuð árið 1985 og hefur síðan þá unnið ötul- lega að eflingu íslenskra barnabóka með margvíslegum hætti. Dagur barnabókarinnar Frá árinu 1967 hafa alþjóðlegu IBBY samtökin nýtt fæðingardag H.C Andersen, 2. apríl ár hvert, til að minna á barnabókina og mikil- vægi hennar. Hér á Íslandi hafa samtökin fagnað deginum með því að bjóða lands- mönnum öllum upp á sögustund. Íslensk smásaga er frumflutt af höf- undi í útvarpi allra landsmanna og um 40.000 grunnskólanemendum gefst tækifæri til að hlýða saman á söguna. Með þessu framtaki vonast IBBY til að skapa umræðu um barnabókmenntir sem og að minna á hversu mikilvægt sameiningarafl er að finna í skáldskapnum. Bækur byggja brýr og brjóta niður múra
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=