Smátímasögur - Fyrir þig
47 hans var hvorki klæðaskápur né kommóða. Það var hvorki meira né minna en stórt stykki úr gólfinu af hæðinni fyrir ofan. Þegar stykkið féll niður hafði það fyrst lent á stórum leðursófa, sem nú var í einni klessu. Ef það hefði ekki lent á sófanum hefði það líklega kramið Hússein til bana. Hann brölti á fætur og horfði uppgefinn í kringum sig. Hann skildi ekki hvernig svona tilviljun – eða kannski sjálfur Guð – hafði bjargað lífi hans. Og til hvers? Já, til hvers vildi Guð bjarga lífi hans? Nú heyrði hann vælið á nýjan leik. Hvað í ósköpunum gat þetta verið? Hússein haltraði fram og sá að stigagangurinn var hruninn. Tröppurnar enduðu í lausu lofti. En sem betur fer var hann nógu lipur til að komast niður á næsta stigapall. Nú sá hann líka niður á götuna. Þar sátu fimm hermenn uppi á skrið- drekanum og spjölluðu saman í rólegheitum. Þeir virtust ekki heyra vælið. Hússein steig varlega inn í íbúðina. Þar var allt í rúst, veggir, loft og gólf og mölbrotin húsgögn, en þar var hvorki nokkur maður né dýr. Það var bara eitt herbergi sem ekki hafði fallið saman við sprenginguna. Og þaðan kom vælið. Hann ætlaði varla að trúa eigin augum. Allt þar inni var brotið og bramlað nema einn einasti hlutur. Það var lítið rimlarúm. Þar lá lítið barn, skelfingu lostið. Hússein var svo brugðið að hann greip ósjálfrátt fyrir munninn. Hann kraup niður og starði á barnið. Það fálmaði
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=