Smátímasögur - Fyrir þig
46 bróðir hans, besta leyniskytta skæruliðanna, treysti á hann og hann mátti ekki bregðast honum. Hann berst langa stund við að losa sig á meðan ýlfrið að neðan sker í eyrun. Með hverri sekúndu verður hann reiðari og reiðari. Hvers vegna er hann hér, svangur og þyrstur og hræddur um líf sitt? Hann á ekki að þurfa að vera hér. Hann ætti að vera að vakna í rúminu sínu og fara að borða morgun- matinn með stóra bróður áður en hann tekur strætó í skól- ann, þar sem hann færi í fótbolta með vinum sínum, þar sem hann lærir stærðfærði og hundleiðinlega málfræði en les líka skemmtilegar bækur og gengur á höndum í frímínútum og stríðir stelpunni sem hann er skotinn í og gerir grín í laumi að skólastjóranum, sem er svo skelfilega rangeygður. Svo ætti hann að fara með mömmu á markaðinn og koma tímanlega heim til að hella upp á kaffi fyrir pabba áður en hann kemur úr verksmiðjunni. Og svo kæmi stóri bróðir heim, besti vinur hans í öllum heiminum. En þannig er lífið ekki lengur. Og það er meira óréttlæti en Hússein fær skilið. Eitt augnablik gefur reiðin honum meira afl en nokkur ofurhetja býr yfir. Fargið lyftist örlítið og hann dregur annan fótinn undan og svo hinn. Um leið fellur fargið niður á gólfið með þungum dynk. Hann finnur að fæturnir eru heilir og hann getur hreyft þá. Hann leggst á bakið, móður og másandi. Það er að birta í herberginu. Það er kominn morgunn. Þá sér hann að fargið sem hafði legið ofan á fótleggjum
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=