Smátímasögur - Fyrir þig
45 af stað. Þá byrjaði ærandi skothríð fyrir aftan hann. Síðan kom gríðarlegur hvellur og fallbyssukúla frá skriðdrekanum sprengdi gat í húsvegginn vinstra megin við götuna. Veggur- inn hrundi, múrsteinar og grjót þeyttust í allar áttir og þykkt rykský lagðist yfir götuna. Hússein notaði tækifærið meðan rykið huldi hann og sveigði snöggt til hægri inn í opinn stiga- gang. Hann hljóp upp þrjár hæðir og beint inn um fyrstu opnu dyrnar sem hann sá. Það var einmitt þessi íbúð. En áður en hann fann einhvern felustað heyrðist annar hvellur frá skriðdrekanum. Svo varð ægileg sprenging og eldglæringar allt í kringum hann. Svo varð allt svart. Hann vissi ekki hvað hann hafði legið hér lengi. Kannski í sólarhring? Voru her- mennirnir ennþá fyrir utan að leita hans? Hann vissi það ekki. Nú byrjaði vælið aftur á hæðinni fyrir neðan. Í þetta sinn var það mun hærra, næstum skerandi. Nú stóð Hússein ekki lengur á sama, því svona hljóð hafði hann aldrei heyrt frá neinum ketti. Þetta hlaut að vera stærra dýr, kannski villi- hundur sem hafði lokast inni, svangur og særður. Kannski fann hann lyktina af Hússein og var á leiðinni upp tröpp- urnar til að éta hann. Hann fálmaði út í myrkrið í leit að einhverju til að lyfta farginu ofan af sér. Loks fann hann eitthvað. Það var stólfót- ur. Hann kippti stólnum að sér og rak stólbakið undir fargið. Svo lagði hann hægri öxlina í gólfið og lyfti undir stólinn af öllu afli. Hann ætlaði ekki að liggja hér og verða étinn af villi- hundi. Nei, hann varð að losa sig strax og koma sér út. Stóri
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=