Smátímasögur - Fyrir þig
44 Nei, varðmennirnir voru alltaf að horfa upp eftir húsunum í leit að leyniskyttunni sem allir óttuðust. Þá grunaði ekki að mitt á meðal þeirra væri litli bróðir leyniskyttunnar ógurlegu, litli skæruliðinn hann Hússein, sem rændi öllum skotunum þeirra, banvænu skotunum sem stóri bróðir hans skilaði þeim aftur með hljóðláta rifflinum sínum. Skæruliðinn hrósaði honum fyrir dugnaðinn. En það var sama hve oft Hússein spurði, aldrei vildi hann segja honum hvar bróðir hans væri í felum. Hússein andvarpaði í myrkrinu og kreisti riffilskotið í hnefanum. Nú mundi hann líka hvers vegna hann var staddur hér. Hann hafði verið að snuðra um hverfið, sársoltinn og þyrstur eins og svo oft áður. Þá kom hann auga á yfirgefið vélbyssuvirki úti á miðri götu. Í virkinu var skotfærakassi með þremur pökkum af riffilskotum, einmitt af réttri stærð. Sigri hrósandi greip hann niður í einn pakkann og tók handfylli af skotum. En þá heyrðust hróp og skruðningar neðar í götunni. Hann leit um öxl og sá stóran skriðdreka færast nær og nær. Hlaupið framan á honum snerist og miðaði beint á hann. Á svipstundu skildi Hússein að þetta var gildra. Hermennirnir höfðu augljóslega uppgötvað að einhver var að elta þá á röndum, einhver sem rændi bara riffilskotum af þessari gerð. Svo þeir settu upp þetta vélbyssuvirki og skildu eftir opinn skotfærakassa. Og hann gekk beint í gildruna. Hann kreppti hnefann utanum þetta eina skot og hljóp
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=