Smátímasögur - Fyrir þig
43 vísum stað. Þá myndi hann sjálfur koma skotunum til bróður hans og segja honum að Hússein, litli bróðir, væri líka orðinn stoltur skæruliði. „Hvernig líst þér á það?“ spurði hann og glotti. „Hvar finn ég svona skot?“ spurði Hússein ákafur. Skæruliðinn útskýrði nú nákvæmlega hvernig hann ætti að bera sig að við að stela riffilskotum frá innrásarhernum. Þegar hann hafði lokið máli sínu vissi Hússein hvað hann þurfti að gera. Og um leið hvarf honum öll hræðsla. Stóri bróðir hans var þá hér í borginni eftir allt saman – hann var besta leyniskytta skæruliðanna! - og nú þurfti hann á hjálp hans að halda. Meira þurfti Hússein ekki að vita. Nú var hann aftur ótta- laus og öruggur. En síðan þetta gerðist hafði langur tími liðið, hættulegir dagar, kvíðafullar nætur, vikur, fleiri mánuðir. Hann hafði margoft brotist inn í birgðageymslur hersins og hafði áreið- anlega stolið mörg hundruð kílóum af riffilskotum sem hann kom fyrir á leynistaðnum við torgið. Hann faldi sig í húsa- rústum og beið eftir að herdeild ætti leið hjá. Þá fór hann í humátt á eftir þeim þangað til þeir ákváðu að hvílast. Hann beið færis eins og hungraður ránfugl á meðan hermennirnir átu og drukku. Svo lögðust þeir til svefns, en tveir stóðu vakt um nóttina. En þeir voru ekki að leita að grönnum skugga sem sveif hljóðlega yfir brotinn vegg, lagðist svo flatur á jörð- ina og mjakaði sér áfram þar til hann fann það sem hann leitaði að – og var horfinn jafn hljóðlega augnabliki síðar.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=