Smátímasögur - Fyrir þig
42 Skæruliðinn brosti breitt og augu hans ljómuðu þegar hann hvíslaði: „Vegna þess að hann er besta leyniskyttan okkar. Í nótt felldi hann hershöfðingja og þrjá aðra yfirmenn í innrásar- hernum. Þess vegna tókst okkur að ná miðborginni. Hann stóri bróðir þinn er mikil hetja,“ Það þótti Hússein engin tíðindi; í hans augum hafði stóri bróðir hans alltaf verið hetja. „Hvers vegna má ég ekki fara til hans?“ spurði hann. „Það er of hættulegt,“ svaraði skæruliðinn. „Einhver gæti séð þig laumast til hans eða fara frá honum. Einhver njósnari, á ég við. Og þá hefurðu óvart vísað óvininum á felustað hans.“ Hússein vissi ekki hvernig hann gæti útskýrt fyrir þessum manni að ef hann bara kæmist til bróður síns myndi hann aldrei framar víkja frá hlið hans, ekki einu sinni þótt bróðir hans myndi skipa honum að fara. En um það þýddi ekkert að tala. Skæruliðinn reis á fætur og virti Hússein fyrir sér um stund. „Það er reyndar eitt sem þú gætir gert fyrir hann bróður þinn,“ sagði hann og brosti. Já, nú mundi hann hvers vegna hann lá hér í myrkrinu með stórt riffilskot í lófanum. Skæruliðinn hafði nefnilegan sagt honum hvernig riffil bróðir hans notaði, það var sérstakur rifill fyrir leyniskyttur. Hann útskýrði að skæruliðarnir ættu ekki nóg af skotfærum. Þess vegna yrðu þeir að stela þeim frá innrásarhernum. Hann sagði að ef Hússein treysti sér til að stela svona skotum, skyldi hann fela þau hér á torginu á
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=