Smátímasögur - Fyrir þig

40 Skyndilega varð Hússein mjög hræddur. Hann var fastur inni í einhverju húsi, en hann vissi ekki hvar. Húsið hafði greinilega orðið fyrir sprengju. Kannski voru einhverjir aðrir fastir annars staðar í húsinu. Nú kom hljóðið aftur, ofur veikt, og á svipstundu tókst honum að staðsetja það: Það var undir honum, á hæðinni fyrir neðan. Hann lagði eyra við kalt steingólfið og hlustaði. Fyrst heyrði hann bara æðisgengin hjartsláttinn í eigin brjósti. En svo heyrði hann hljóðið betur. Það var ekki ósvipað vælinu sem hann hafði stundum heyrt á friðsælum nóttum þegar kett- irnir í hverfinu voru að breima.Móðir hans hafði þá stundum stokkið bölvandi á fætur, fyllt fötu af vatni, rokið út að dyrum og skvett yfir kettina sem áttu sér einskis ills von. Kannski var þetta bara köttur; hræddur og leiður og þyrstur eins og hann. Og nú var hljóðið hætt. Í þögninni mundi hann snögglega hvers vegna hann hélt á þessu riffilskoti. Eftir að hann hafði kvatt sofandi foreldra sína hljóp hann í átt að hverfinu þar sem hann vissi að vinir bróður hans áttu heima. En þeir voru líka horfnir eins og jörðin hefði gleypt þá. Næsta dag gengu hermenn um götur í stórum flokkum, skriðdrekar skröltu yfir allt sem fyrir var og herþotur flugu lágt yfir með þrumugný. Í miðborginni hafði hópur fólks komið sér fyrir þar sem stóri útimarkaðurinn var áður. Þetta var gamalt fólk sem treysti sér ekki í gönguna löngu til flótta- mannabúðanna. Þarna var líka hópur af krökkum á svipuðum

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=