Smátímasögur - Fyrir þig

38 Eftir langt rifrildi samþykkti Hússein loks að fara með þeim næsta dag. Svo lögðust þau öll til svefns, síðustu nótt- ina á heimili sínu. En Hússein fór ekki að sofa. Hann beið þar til pabbi og mamma voru örugglega sofnuð. Þá fór hann hljóðlega á fætur. Áður en hann hvarf út í nóttina leit hann sem snöggvast inn til þeirra.Tunglsljósið fyllti svefnherbergið mjúkri birtu þar sem þau sváfu svo friðsæl og örugg í faðm- lögum.Hússein fékk tár í augun og bað Guð að varðveita þau. Svo var hann farinn til að leita að bróður sínum. Þar sem hann lá núna í myrkrinu rifjaðist það upp fyrir honum að hann hafði ekki séð foreldra sína síðan þessa nótt. En hvað var eiginlega langt síðan? Það mundi hann ekki. Skyldu þau hafa komist í flóttamannabúðirnar? Það vissi hann ekkert um. Rykið kitlaði hann í hálsinn og hann hóstaði. Hóstinn bergmálaði í herberginu. Líklega var hann staddur í stóru herbergi. Hann var óskaplega þyrstur og hann verkjaði í fæt- urna. Hann byrjaði að mjaka sér til og frá til að losa fæturna undan þessu fargi sem hélt honum föstum. Kannski var þetta fataskápur eða kommóða eða eitthvað stórt húsgagn. Hægri höndin lá undir honum og var tilfinningalaus af náladofa en krepptur hnefinn þrýstist inn í brjóstið. Honum tókst að reisa sig upp og draga höndina undan sér. Smám saman hjaðnaði náladofinn. Þá fann hann að hnefinn krepptist utan um ein- hvern hlut. Það var riffilskot. Riffilskot?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=