Smátímasögur - Fyrir þig
37 tvíburabræður í fyrra lífi. Pabbi sagði aðeins: Það er gott að eiga bróður, þá verður maður aldrei einmana. En hvað hafði gerst eftir að stóri bróðir hvarf út í nóttina í nýja jakkanum? Það kom stríð eins og hann hafði sagt fyrir um. Það kom ekki snögglega heldur færðist smám saman nær á hverjum degi. Fyrst var bara talað um það í útvarpinu en svo var það allt í einu komið í sjónvarpið; fréttamyndir af herþotum sem flugu lágt yfir á ofsahraða, af skriðdrekum sem ruddust skröltandi yfir götur og garða og jafnvel leikvelli og sprengdu heilu blokkirnar í loft upp. Svo einn daginn kom ekkert vatn úr krananum lengur og það kom engin mynd þegar maður kveikti á sjónvarpinu. Þann dag flugu raunverulegar herþotur yfir borginni, sprengjudrunur bergmáluðu milli húsanna og svo heyrðist áköf skothríð, eins og þegar maður skýtur upp rakettum. En þetta voru ekki rakettur, heldur raunverulegir hermenn með alvöru riffla. Engin var lengur öruggur. Sumir földu sig ofan í kjallara heima hjá sér, aðrir flúðu upp í fjöllin en flestir gengu af stað til að leita skjóls í flóttamannabúðunum hinum megin við landamærin. Það ætluðu pabbi og mamma að gera, eins og stóri bróðir hafði ráðlagt þeim. En Hússein vildi ekki fara. „Við skiljum þig ekki eftir,“ sagði pabbi hans reiðilega. „Þú ert bara barn!“ „Þeir munu sprengja borgina í loft upp,“ sagði mamma hans. „Þeir munu berjast á götunum. Þú deyrð ef þú verður eftir.“
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=